08.04.1942
Efri deild: 28. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (966)

32. mál, sala Hvanneyrar í Siglufirði

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég get lýst ánægju minni yfir, að hv. flm. brtt. hafa sinnt rökum allshn. og tekið aftur till. sínar. Ég skil yfirlýsingar þeirra þannig, að till. þeirra verði teknar endanlega aftur, en það er skiljanlegt, að þeir vilji nota tímann á milli umr. til að athuga, hvað þeir gera endanlega í því máli.

Ég hef ekkert við ræður hv. þm. að athuga, nema þar sem hv. þm. Vestm. taldi, að n. vildi alveg neita um sölu á Vestmannaeyjajörðum. Það er mikill misskilningur. Hann komst þannig að orði, að honum fyndist ekki viðeigandi að neita einum kaupstað um það, sem öðrum væri leyft. Það er misskilningur, að í þessu felist neitun af hálfu allshn., en hún telur aðeins, að málið sé ekki það vel undirbúið, að rétt ég að samþ. það nú, sízt í því formi, sem það ber að.

Að því er snertir það, sem hv. 1. þm. N.- M. skaut fram, hvort ekki væri tímabært að setja löggjöf um meðferð á lóðum og lendum í kaupstöðum og sjávarþorpum, þá vil ég aðeins geta þess, sem ég drap áður á, að n. telur fulla þörf á slíkum l., en n. brestur þekkingu til þess og treystir sér ekki að bera nú fram frv. um þetta, því að til þess að geta gert ráðstafanir, sem væru veruleg lækning á þessu meini, þarf semjandinn að vera þessum málum þaulkunnugur, en nm. eru þessu mjög lítið kunnugir. Hins vegar er það rétt, sem hv. þm. gaf í skyn, að n. mun hafa átt tal við einn mann úr framfærslumálan. ríkisins og spurðist fyrir um, hvort hún hefði nokkra slíka löggjöf á prjónunum, en var skýrt frá, að í undirbúningi væri frv. um meðferð ræktunarlóða í kaupstöðum. N. benti þessum manni á, að nauðsynlegt væri að hafa frv. fyllra og láta það einnig ná til byggingarlóða, en þessi nm., sem var Jens Hólmgeirsson, lét í ljós, að n. hefði ekki enn fyrir hendi nægar upplýsingar og þekkingu til þess, að hún treysti sér til þess, en viðurkenndi þörfina fyllilega.

Ég held því, að þegar sú n., sem helzt hefur kunnugleika á þessum málum, treystir sér ekki til að leggja fram frv. um þetta efni eins og sakir standa, þá sé það ekki sanngjörn krafa, að allshn. þessarar d. fari nú að leggja slíkt frv. fram, .misjafnlega vel undirbúið, sem mundi áreiðanlega ekki leysa þetta vandamál. slíkt mundi aðeins spilla fyrir málinu.

Ég get vel tekið undir það með hv. 10. landsk., að mikill ljóður er á, að ekki skuli vera hægt að koma í veg fyrir, að lóðir hækkuðu í verði í kaupstöðunum. En ég held, að réttara sé að brýna fyrir stj. að setja þau skilyrði, sem fyrirbyggðu, að lóðir kæmust í brask, en ekki sé sérstök ástæða að greiða atkv. á móti þessu frv. byggt á þeim forsendum, að ekki sé til löggjöf, sem geti komið í veg fyrir, að misnotkun á lóðum eigi sér stað.