04.09.1942
Neðri deild: 21. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í D-deild Alþingistíðinda. (1038)

77. mál, húsnæðismál í kauptúnum

Flm. (Gunnar Thoroddsen):

Út af ummælum þess hv. þm., sem síðast talaði, vildi ég taka fram, að auðvitað var okkur ljóst, að framlag hins opinbera gengur ekki beint til einstaklinga né félaga, en þess ber jafnframt að minnast í því sambandi, sem um þetta atriði var rætt, að sjóðurinn skiptist í deildir, sína fyrir hvern stað. Þess vegna er það, að minni von er fyrir kauptún en kaupstaði að hafa löggjafarinnar full not, og almennt hafa menn ekki áttað sig á, að hún næði til kauptúna, eins og vikið er að í grg. — Annars vil ég þakka þm. ágætar undirtektir.