02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í D-deild Alþingistíðinda. (1055)

19. mál, raforkumál

Forseti (GSv) :

Það er nú augljóst, að hér heggur sá, er hlífa skyldi, er aðalflm. málsins heldur uppi slíku málþófi, en af því, sem hann beindi til forseta, er það ekki rétt, að harðhnjaskað hafi verið með þetta mál. Það hefur verið á dagskrá í réttri röð, og þess hefur verið gætt, að það kæmi fyrir með eðlilegum hætti. Sjálfur hefur flm. ekki munað eftir málinu fyrr en í dag, en það hefur verið tekið fyrir eins og efni standa til, því að eins og hv. þm. vita, var þetta þing ekki til þess búið, og var aldrei til þess ætlast, að öll hugsanleg mál yrðu tekin fyrir til umr.