11.08.1942
Efri deild: 4. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Atvmrh. (Magnús Jónsson) :

Þetta er nú komið út í hreinan orðaleik og getur þá ekki verið höfuðatriði. Það er ljóst, að hvort sem samningar hafa verið lögþvingaðir eða ekki, geta aðilar nú komið sér saman um endurskoðun þeirra án þvingunar, og það er aðalatriðið. Æskilegast er, að þessir aðilar komi sér saman sjálfir. Hvorugur aðilanna á sök á lögþvinguninni, heldur væri það Alþ. Frjálsir samningar eru hafnir. Alþ. bíður þess að sjá, hvort þeir ná ekki árangri án nýrrar lögþvingunar. (BrB: Það er vitaskuld í því tilfelli þvingun gagnvart öðrum aðilanum.)