02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í D-deild Alþingistíðinda. (1060)

19. mál, raforkumál

Finnur Jónsson:

Ég mun ræða það nál, sem hér hefur verið á dagskrá um hríð. Út af orðum hv. þm. S.-Þ. vil ég taka það fram, að ef Alþfl. hefur gert glappaskot í Kveldúlfsmálinu, þá er það af því, að hann hélt fram þeirri stefnu, sem þessi hv. þm. fylgdi, áður en hann sneri við blaðinu. Þau víxlspor í þessu máli, sem hann er að saka Alþfl. um, eru hans spor.

Svo vil ég leiðrétta þau ummæli hv. þm., að ég hefði sagt, að hann væri orðinn gamall og áhrifalítill. Ég sagði það ekki, heldur hitt, að áhrif hans gengju oft í öfuga átt við það, sem hann ætlaðist til, svo að hann skemmdi einatt þau mál, sem hann ætlaði að styðja.