08.09.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í D-deild Alþingistíðinda. (1087)

81. mál, stjórnarskrárnefnd

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Herra forseti. — Með þessari þáltill. er farið fram á eða lagt til, að sú mþn., seam var kosin samkv. þál. 22. maí 1942, haldi áfram störfum og vinni að því tvíþætta verkefni, annars vegar þeirri breyt. á stjórnskipunarl., sem er gert ráð fyrir í samræmi við frv. það, sem legið hefur fyrir hæstv. Alþ. og náð samþykki beggja þd. fyrir skömmu, en hins vegar vinni einnig að þeirri breyt. á stjórnskipunarl., sem henta þætti að gera síðar.

Þá er lagt til, að fjölgað verði í þessari nefnd. Þar eiga nú sæti 5 menn, 2 frá Sjálfstfl., 2 frá Framsfl. og 1 frá Alþfl. Till. um fjölgun manna í n. er á þá lund, að lagt er til, að nm. verði 8, 2 fyrir hvern þingflokkanna, og þeir þingflokkar, sem ekki eiga nú 2 fulltrúa í n., nefni í hana menn, svo að tveir verði frá hverjum flokki. Þannig á Alþfl. að nefna 1 fulltrúa í viðbót í n., en Sósfl. 2 fulltrúa.

Ég leyfi mér að vænta þess, að þáltill. nái samþykki hæstv. Alþ.