04.09.1942
Sameinað þing: 15. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í D-deild Alþingistíðinda. (1093)

79. mál, ríkisstjórn

Forsrh. ( Ólafur Thors) :

Herra forseti. — Ég get verið enn stuttorðari en hv. flm. Ég get látið nægja að vísa til yfirlýsingar þeirrar, sem núv. ríkisstj. gaf, þegar hún tók við völdum fyrir nokkrum mánuðum, að hún væri minnihlutastjórn, sem styddist bara við Sjálfstfl. og hefði ekki falazt eftir stuðningi annarra flokka. Ég vísa líka til yfirlýsinganna í hv. Ed. fyrir nokkrum dögum, þegar Alþfl. og Sósfl. lýstu afstöðu sinni til stj., og loks til yfirlýsingarinnar í Sþ. nýverið, þegar hv. þm. S.-Þ., formaður Framsfl., gat þess, að Framsfl. væri í andstöðu við ríkisstj.

Í till. þeirri, sem hér liggur fyrir, tel ég ekkert nýtt annað en það, að Framsfl. telur ekki unnt að setja á laggirnar neina betri ríkisstj., eins og hv. þm. S.-Þ. komst að orði.

Varðandi grg. fyrir till. og einstök atriði í framsöguræðu hv. flm. vil ég segja það, að sumt af því byggist á hugleiðingum Framsfl. á þessu þingi, en snertir ekki málefnið sjálft að öðru leyti.

Ég hef ekki annað að segja fyrir hönd ríkisstj.