04.09.1942
Sameinað þing: 15. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í D-deild Alþingistíðinda. (1094)

79. mál, ríkisstjórn

Flm. (Jónas Jónsson) :

Ég sé enga ástæðu til þess að hefja deilur um það, hvort sú skoðun sé rétt, að núv. ríkisstj. hafi aldrei verið þingræðisstjórn. Við, sem vorum í andstöðu við stj., litum þannig á, eftir að vantraust okkar í vor var fellt, að stj. væri þingræðisstjórn. En svo fyrir nokkrum dögum lýsa tveir flokkar yfir því, að þeir ætli ekki að hnekkja vantrausti, þó að fram komi. Eftir þessar yfirlýsingar lítum við svo á, að stj. væri í minni hl. í þinginu, og þessi till., sem hér er borin fram, á að staðfesta það álit. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um mín sjónarmið. Atkvgr. mun skera úr um það, hvort okkar sjónarmið eru rétt.