02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í D-deild Alþingistíðinda. (1188)

18. mál, undanþága frá greiðslu á benzínskatti

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Eins of þessu máli er komið á þskj. 18 með brtt. við það, taldi ég rétt að bera fram brtt. Hún er ekki mikilfengleg, en á tvímælalaust mestan rétt á sér af brtt. Þegar farið er að gefa eftir benzíntoll, kannske án þess, að málinu sé vísað til n., er eðlilegast að gefa fyrst eftir benzíntoll á þeim stöðum og fyrir þær vörur, sem vegna rásar viðburðanna verða harðast úti, t. d. fyrir benzín, er eyðist á bifreiðum, sem flytja kjöt frá þeim stöðum, sem fjærst liggja, en alltaf var venja að salta á, meðan saltkjötsmarkaður var nægur. Nú þarf að flytja það kjöt til frystingar. Það orkar ekki tvímælis, að helzt ætti að gefa eftir bann benzíntoll. Ég vil vona, að hv. þingmenn hafi vitkazt eftir það óráð að láta upphæðir, sem nema jafnvel milljónum kr., fara nefndarlaust til samþykktar gegnum þingið. Ég vona, að þessi till. fari til n. og fái þar nauðsynlega rannsókn. Það er t. d. ekki einn stafur í henni, sem sýnir það, hvern kostnað eða tekjumissi leiðir af henni.