02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (1204)

18. mál, undanþága frá greiðslu á benzínskatti

Skúli Guðmundsson:

Það er aðeins aths. við þessar umr., sem nú síðast hafa fram farið.

Ég vildi beina þeirri spurningu til hæstv. forseta og hv. 5. þm. Reykv., sem m. a. hefur skrifað bók, sem nefnist „Deildir Alþingis“, hvort það muni vera í samræmi við þingsköp að tala um siðameistara, afgreiðslu kosningalaga í Ed. og uppbótarþm., þegar á dagskrá er og á að ræða till. til þál. um undanþágu frá greiðslu á benzínskatti.