19.08.1942
Efri deild: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Bernharð Stefánsson:

Ég vildi aðeins bera upp þá fyrirspurn til hæstv. forseta, hvort leyfilegt sé við 2. umr. að tala um hvaða mál, sem er, skattamál, stjórnarskrármál, siglingar o. s. frv. eflir því, sem mönnum dettur í hug. Það er ýmislegt, sem þessar umr. hafa gefið tilefni til að svara, ef ekki væri óviðeigandi að blanda því inn í þetta mál nú og vaða elginn eins og þessi hv. ræðumaður, sem síðast talaði, hefur gert. Það hefur verið siður í þessari deild mörg undanfarin ár að halda þingsköp, en það koma nýir siðir með nýjum herrum.