02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í D-deild Alþingistíðinda. (1224)

31. mál, flutningastyrkur til hafnleysishéraða

Flm. (Sveinbjörn Högnason) :

Herra forseti. — Ég get í raun og veru vel orðið við þeim tilmælum hæstv. forseta að hafa ekki miklar umr. um þetta mál, sem ég er hér 1. flm. að, til þess að gera grein fyrir því: En ég geri það bara með einu skilyrði, sem ég álít réttmætt, því að ég lít svo á, þegar hæstv. forseti óskar að greiða fyrir máli í þinginu, að þá sé það til þess að flýta fyrir, að það nái þeirri afgreiðslu, sem meiri hl. þingsins óskar eftir. Þess vegna get ég því aðeins fallizt á það að flýta umr. að þessu sinni, að málinu verði ekki vísað til n. og það verði tekið til .efgreiðslu svo fljótt sem má. Ég tel víst, að þetta sé skilningur hæstv. forseta, því að ég er sannfærður um, að hæstv. forseti ætlast ekki til þess, að málinu verði vísað til n. Þess vegna vil ég alveg fallast á þessa afgreiðslu hjá hæstv. forseta, ef málinu verður ekki vísað til fjvn. og loforð fæst um það, að innan mjög skamms tíma verði málið svo tekið til fullnaðarafgreiðslu frá þinginu.

Ég tek það fram, að ég skoða þetta ekki sem framsöguræðu með málinu.