21.08.1942
Neðri deild: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Finnur Jónsson:

Það er að vísu freistandi að hafa eftirmæli um þessa löggjöf, en þar sem augljóst virðist, að hún stendur í vegi fyrir því, að hægt sé að hefja samninga til að koma á nauðsynlegum vinnufriði, vil ég skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki sé hægt að fá afbrigði til þess að afgreiða þetta mál nú á sem skemmstum tíma. Í þeirri von, að aðrir flokkar vilji fallast á þessa uppástungu, þarf ég ekki að segja meira.