04.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (18)

Kosning til efri deildar

Emil Jónsson: Það er rétt hjá hv. 1. þm. Árn., að atkv. þess hv. þm., sem er fjarverandi, hefði hér ráðið úrslitum. En mér skilst hann ekki binda sig svo mjög við það, hvernig atkv. hefðu fallið, heldur hitt, hvað hver flokkur eigi að tilnefna marga þm. til Ed., en það er sem næst 1/3 af tölu þeirra þm., sem hann hefur í Sþ. Framsfl. ætti eftir því að tilnefna 7 menn og Sjálfstfl. 6. Sé nú þingmannatölu flokkanna skipt með 3, kemur út, að Framsfl. ætti að fá 20:3=6 2/3 þm. og Sjálfstfl. 17:3=5 2/3 þm. Þessum flokkum her því að leggja til 1/3 úr þm. meira en stranglega er krafizt. En í þingsköpunum segir ekkert um það, hvort það er Sjálfstfl. eða Framsfl., sem á rétt á þessum 1/3 úr þm. Og mér skilst þingsköpunum vera eins vel fullnægt með því, að 6 framsóknarmenn og 6 sjálfstæðismenn séu í Ed., og með hinu, að þar væru 7 framsóknarmenn og 5 sjálfstæðismenn, því að í báðum tilfellum skeikar um 1/3.