21.08.1942
Neðri deild: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

29. mál, hafnarlög fyrir Grundarfjörð

Atvmrh. (Magnús Jónsson) :

Eins og frá var sagt í Ed., er þetta frv. borið fram m. a. vegna eindreginna tilmæla frá viðkomandi hreppsnefnd og samróma vilja allra, sem hlut eiga að máli. Í sambandi við frystihús það, sem verið er að reisa í Grafarnesi, liggur svo á framkvæmdum í þessu máli, að farið var fram á, að sett yrðu brbl. um það. En mér þótti óviðkunnanlegt að gefa út brbl. um hafnargerð, og af því að þing átti að koma saman, lét ég það dragast til þings að hefjast handa í málinu. Til dæmis um það, að um enga hálfvelgju er að ræða af hendi stj., get ég skýrt frá því, að það er þegar greitt nokkurt fé, sem fjvn. mælti með, og framkvæmdir eru þegar byrjaðar. Að ekki var ráðgazt sérstaklega við núv. hv. þm. Snæf., er af því, að málið var á döfinni, áður en vitað var, hver yrði þm. Snæf.

Frv. er í alveg sama formi og hin mörgu hafnarl., sem hafa verið sett á síðari árum, og vona ég og óska, að það fái afgreiðslu á þessu þingi. Ég hygg, að hægt yrði að komast hjá því að setja málið í n. Mig minnir, að hliðstæð hafnarl. hafi stundum gengið fram án n. Það var gaumgæfilega athugað í sjútvn. Ed.