04.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Kosning til efri deildar

Jörundur Brynjólfsson:

Mér virðist eftir síðustu ummælum hv. þm. Hafnf. sem hann hafi lítið til málsins að leggja. Hann er búinn að viðurkenna, að Framsfl. hafi rétt til þessa sætis, og hefur einnig viðurkennt, að hann hafi skyldu til þess að tilnefna nægilega marga menn. En hann vill telja, að af því að einn maður er fjarverandi, þá megi nota sér þá aðstöðu til þess að láta Framsfl. ekki halda þeim réttindum, sem hann hefur, og uppfylla þá skyldu, sem honum ber. Það skolaðist eitthvað í hv. inn. þetta um réttindi og skyldur. Eftir hans kenningu eiga menn að uppfylla skylduna, en ef svo ber undir, að menn geta ekki haft réttinn, sem af skyldunni leiðir, þá mega aðrir taka réttindin. Það er skýlaust hér, hver skyldan er. En einnig er eftir minni meiningu jafnskýlaust, hver réttindin eru, og um það þori ég að skírskota til ákvæða margnefndrar greinar. Og ég fer fram á við hæstv. forseta, að hann felli úrskurð um þetta atriði.