07.08.1942
Neðri deild: 3. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í B-deild Alþingistíðinda. (227)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Skúli Guðmundsson:

Mér þótti það einkennilegt, þegar hæstv. forsrh. lét þess getið í hinni stuttu ræðu sinni áðan, að hann teldi óþarft, að þessu stóra máli yrði vísað til n., því að það er í algeru ósamræmi við venju, þegar stjórnarskrárbreyt. hafa verið til umr. Þegar það var síðast, í nóv. 1933, er stjórnarskrárbreyt. kom fyrir síðara þing til samþykktar, var hún lögð fyrir þingið af þáv. forsrh., Ásgeiri Ásgeirssyni, þm. V.-Ísf., gerði hann grein fyrir málinu í stuttri framsögu og taldi vitað, að frv. mundi ganga óbreytt fram, en gerði samt að till. sinni, að sérstök stjskrn. yrði kosin til að athuga málið, og var það gert. Ef því offorsi á að beita nú, að n. megi ekki kjósa, er það óþekkt aðferð. Það hefur að vísu ekki enn komið ákveðið fram frá stuðningsflokkum frv., að þeir geti með engu móti fallizt á n., og þvert á móti vil ég mega vænta yfirlýsingar um, að þeir geti það.