04.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (25)

Kosning til efri deildar

Emil Jónsson:

Mér hefur verið bent á, að eins og nú er um tölu þm., að ekki getur 1/3 verið í Ed., heldur einungis 16 af 49, þá beri Sjálfstfl. að leggja fram 16/49 af 17, en það er 5 27/49. Framsfl. ber að leggja fram 16/49 af 20, en það er 6 26/49. M. ö. o. Framsfl. vantar 23/49 til þess að koma að sínum 7. manni, en Sjálfstfl. ekki nema 22/49. Það hefur heyrzt fyrr, að menn hafi komizt að á broti úr atkv., og ef réttar tölur á að taka, verður að miða við það, sem stærra er. Samkv. útreikningi mínum, sem er 1/3, stóðu flokkarnir jafnt að vígi. En ef tekin er deildaskipunin eins og hún er, 16 af 49, þá hefur 6. maður Sjálfstfl. hærri atkvæðatölu en 7. maður Framsfl., m. ö, o.

Sjálfstfl. ber ríkari skylda að leggja fram 6 menn en Framsfl. 7.