14.08.1942
Neðri deild: 7. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (261)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (EmJ) :

Eins og hv. þdm. er kunnugt, var það meiningin að ljúka þessum fundi í kvöld, til þess að komizt yrði hjá því að kalla deildina til fundar á morgun, og hefur mér skilizt það á öllum þeim, sem talað hafa, að þeir vildu heldur hafa þetta svo. Nú er svo liðið á fundartíma og komið fram yfir hann, og verður að fresta málinu og taka það fyrir á nýjum fundi, ef umr. verða lengri, og vil ég leggja það fyrir hv. þdm., hvort þeir óski þess, að fundur verði kvaddur saman að nýju um þetta mál.