24.08.1942
Neðri deild: 13. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

28. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (EmJ) :

Ég vil biðja hv. frsm. að gera stutt hlé á ræðu sinni, meðan ég leita afbrigða um tvær skrifl. brtt., sem mér hafa borizt. Fyrri brtt. er frá hv. 4. landsk. þm. og hljóðar svo: [sjá þskj. 116].

Hin till. er frá hv. 1. þm. N.-M., svo hljóðandi: [sjá þskj. 118].

Enn fremur var útbýtt í fundarbyrjun brtt. á þskj. 110, 111, og 112, og er einnig of skammt liðið frá útbýtingu þeirra. Mun ég leita afbrigða um allar þessar brtt. í einu, og að því loknu heldur hv. 6. landsk. þm. áfram máli sínu.