27.08.1942
Efri deild: 16. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í B-deild Alþingistíðinda. (345)

28. mál, kosningar til Alþingis

Fjmrh. (Jakob Möller):

Stj. undirbjó þetta frv. fyrir Alþ., og var það samið með það fyrir augum að samræma kosningal. þeirri breyt., er nú hefur verið gerð á stjskr. Hv. Nd. hefur gert á frv. nokkrar breyt., er varða önnur atriði en þau, sem stj. taldi sig eiga að fást við. Þessar breyt. eru að sumu leyti athugaverðar. Ég legg til, að hv. d. vísi málinu til 2. umr. og n. Í þessari hv. d. mun engin stjskrn. vera til, og tel ég ekki. að hana beri að kjósa í þetta mál, og legg því til, að því verði vísað til allshn.