31.08.1942
Efri deild: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

28. mál, kosningar til Alþingis

Bernharð Stefánsson:

Við þm. Eyf. höfum borið fram brtt. á þskj. 151 við 128. gr. frv. Hún er um varaþm. í tvímenningskjördæmum, að þá skuli nema af landslista flokks, sem ná kosningu sem varam. í tvímenningskjördæmi.

Tvær ástæður liggja til þessa. Í fyrsta lagi getur komið fyrir, að flokkur fái báða þm. kosna í tvímenningskjördæmi. Þá verða hinir tveir varaþm., og má hvorugan þeirra missa til að vera landsk. En það horfir öðruvísi við í Rvík, og ætlumst við til, að ákvæðið haldist hér, því að það mun ekki koma fyrir hér, að einn flokkur fái alla þm. kosna, a. m. k. ekki, á meðan við búum við núverandi skipulag, og það mun því alltaf verða af nógum að taka til að vera varaþm., þó að sá næst hæsti á lista verði landsl. þm. Það má nú e. t. v. segja, að þetta muni ekki koma að mikilli sök, en okkur flm. finnst þetta þó ekki rétt, að þeir verði teknir í allt annað og því engir varaþm.

En það skal játað, að þetta er þó aukaatriði frá okkar sjónarmiði séð. Aðalástæðan fyrir brtt. okkar er sú, að við teljum, að frv. óbreytt geti komið svo hrapallega í báða við allt lýðræði, að það sé ekki viðunandi, og ætti sízt af öllu að vera þolað af þeim mönnum, er tala mikið um umhyggju sína fyrir lýðræðinu. — Ég vil biðja hv. frsm., þar sem hann virtist vanta rök fyrir máli sínu, að hlusta þó á það, er ég hef að segja. — Nú getur það komið fyrir í tvímenningskjördæmum, að stærsti flokkurinn fái einn þm. kosinn, en sá næst stærsti líka einn þm. og næsti maður á lista hans verði líka landsk. Ég skal taka dæmi úr því kjördæmi, sem ég er kunnugastur í. Þar fékk annar flokkurinn um 1580 atkv. og hinn um 1080 atkv. við síðustu kosningar. Eftir hinum nýju kosningal. á hvor flokkanna að fá einn þm. og minni flokkurinn auk þess einn uppbótarþm., svo að sá flokkurinn, sem fær 1580 atkv., fær einn þm., en sá, er fær 1080, fær tvo þm. — Nú býst ég við, að hv. frsm. n. segi, að uppbótarþm. séu ekki þm. kjördæmisins og því komi það ekki málinu við. (BBen: Vill ekki hv. þm. gera grein fyrir því, hvar í röðinni þessi uppbótarþm. er?). Hann mun fá 3/4 af atkvæðamagni listans og þá má telja líklegt, að annar maður á listanum verði uppbótarþm. Hann hefði fengið um 800 atkv., skilst mér. — Framsfl. hefur ekki talið það rétt, að 1/3 hluti hefði sama rétt og 2/3 álitið það vera lýðræði, en hvað er þá að segja um það, sem með þessu frv. getur átt sér stað, að meiri hl. fái einn þm., en minni hl. tvo þm. — Ég veit, að því er haldið fram, að landsk. þm. væru ekki þm. kjördæmis, en þeir telja sig það sjálfir og eins kjósendurnir.

Svo er annað í þessu máli. Því hefur verið haldið fram af stuðningsmönnum stjskrbreyt., að hlutfallskosningar séu ákaflega sanngjarnar. Og ég játa, að það má færa ýmis rök því til stuðnings, að hlutfallskosningar séu sanngjarnar, þó að ég sé hæstv. atvmrh. sammála um það, sem hann sagði réttilega fyrir nokkrum árum, að hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum séu ekkert annað en vitleysa. En ef hlutfallskosningar eru sanngjarnar á annað borð, eins og þessir menn halda fram, þá skil ég ekki annað en að það sé þá heppilegast og bezt, að hlutfallskosningar séu ekki aðeins hér í Rvík, þar sem nú eru reglulegar hlutfallskosningar, og svo í þessum 6 kjördæmum, heldur sem víðast, þannig að minni hl. fái nokkurn rétt sem víðast. Nú s;r hv. frsm. n. það, að ef útilokaður er möguleiki fyrir því, að flokkur, sem kemur manni að við hlutfallskosningu í tvímenningskjördæmi, fái auk þess uppbótarþm., þá leiðir það til þess, að uppbótarþm., sem boðið hafa sig fram í einmenningskjördæmum, fjölgar. Það verða fleiri einmenningskjördæmi, sem verða þessara hlunninda aðnjótandi samkv. till. okkar. Og ég skil ekki annað en hann frá sínu sjónarmiði hljóti að telja það gott. En einmitt það, að kjördæmi fær uppbótarþm., verkar að nokkru leyti eins og hlutfallskosning. Þess vegna held ég, að það verði ekki á móti því mælt, að þessi till. okkar Eyf. sé í alla staði sanngjörn. Og hún raskar ekki á neinn hátt þeim höfuðtilgangi, sem allar þessar breyt. eiga nú að hafa, sem sé að jafna hlutfallið milli flokka. Hún kemur því vitanlega ekkert við. Hún er aðeins um það, hvaða einstaklingar eigi að verða landsk. þm.

Hv. frsm. n. sagði í sinni ræðu, þegar hann fór að tala um þessa brtt., að sig skorti allan skilning á rökunum fyrir þessari brtt. Ég hygg, ef hann vill líta sanngjarnlega á þetta, að hann hafi nú fengið þessi rök og að þau séu alveg ómótmælanleg. Hvernig ætlar hann t. d. að halda því fram, að það sé lýðræði, að 1080 kjósendur fái tvo þm. kjörna af frambjóðendum í einu kjördæmi, en 1580 kjósendur í sama kjördæmi aðeins einn? Hann var að tala um það, að þetta gæti leitt til þess, að smá kjördæmi, eins og t. d. Seyðisfjörður, fengju marga þm., ef brtt. væri samþ. Ég álít það um smáu kjördæmin, að það geti ekki aukið þeirra möguleika neitt, þótt þessi brtt. væri samþ. Það eru nú þegar fullkomnir möguleikar á því, að Seyðisfjörður geti fengið uppbótarþm. á hlutfalli. En það eru einmenningskjördæmin í landinu, sem eru miklu fjölmennari en Seyðisfjörður, sem fengju aukna möguleika til uppbótarþm. á tölu. En hitt getur komið fyrir með því fyrirkomulagi, sem nú er, að Seyðisfjörður fái uppbótarþm. á hlutfalli.

Ég ætla svo ekki að fara fleiri orðum um þetta mál. En ef þeir menn, sem aðallega og eingöngu hafa staðið fyrir þessum breyt., sem verið er að gera á kosningatilhöguninni, standa á móti þessari brtt. okkar, þá gef ég ekki mikið fyrir það, að þeir hafi verið að bera lýðræðið fyrir brjósti, þegar þeir gerðu till. sínar um breyt. og báru þær fram.