05.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm 1. kjördeildar (Bernharð Stefánsson) :

1. kjördeild hefur haft til athugunar kjörbréf þeirra þm., sem eiga sæti í 3. kjördeild. Hefur engin kæra borizt út af kosningu þessara þm., og kjörbréfin eru eins og þau liggja fyrir að formi og undirskrift eins og vera ber af hendi hlutaðeigandi kjörstjórnum, héraðakjörstjórnum og landskjörstjórnum, þegar um landsk. þm. er að ræða. Leggur því kjördeildin til, að kosning allra þessar a þm. verði tekin gild.