07.09.1942
Neðri deild: 22. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Kristjánsson:

Það er aðeins stutt aths. út af því, sem hv. 1. þm. Árn. sagði hér um ummæli mín. Sá hv. þm. vill láta líta svo út sem ástæður séu þær sömu nú eins og voru, þegar fyrir síðasta þingi voru þáltill. þær, sem ég vitnaði í. Þetta veit hv. þm., að er ekki rétt. (JörB: Ég sagði það ekki heldur.) Hann veit, að þeir örðugleikar, sem hafa skapazt á afgreiðslu málsins nú, voru þá ekki þekktir. Og sá vilji Framsfl. að láta þess alveg ógetið, hvenær málið skyldi afgreiðast, þegar þessar þáltill. voru á ferðinni gegnum síðasta þing, skapaðist þess vegna alls ekki af þeim örðugleikum, sem nú eru fram komnir. Og að sjálfsögðu veit þessi hv. þm. það, að það stafar eingöngu af þeim, að Sjálfstfl. hefur neyðzt til þess að slá þennan varnagla, sem sleginn er í þessu frv., og þá, sem slegnir voru í orðsendingu Sjálfstfl. til Framsfl. En það stendur enn óhaggað, að Framsfl. vildi hvorki ganga inn á að standa með öðrum flokkum að því að samþ. lýðveldisstjórnarskrána á þessu þingi með því að hafa það óákveðið, hvenær lokasamþykkt kæmi á hana, né heldur stinga upp á neinu öðru.