07.09.1942
Neðri deild: 23. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (422)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Varðandi brtt. stjskrn., sem lesin var upp, get ég lýst yfir því f. h. ríkisstj., að hún hefur ekkert á móti henni, nema hvað ég get vísað til þess, sem hv. frsm. meiri hl. sagði, að brtt. er óþörf, en óskaðleg. Vil ég vitna í rök lm. frsm. um það.

Ég skal ekki lengja umr. með því að fara að vitna í ágreiningsatriðin frá 1. umr., sem eru að nokkru leyti tekin upp í nál. hv. minni hl. Aðeins vil ég vekja athygli á því, að það er veigamikill munur á því, hvort þetta er gert með einni þingssamþykkt, án þess að fengið sé til þess löglegt leyfi. Ég vil svo árétta það, að með þessum hætti er hægt að ná markinu með nákvæmlega sama hraða eins og ef málið hefði verið borið fram í frv.formi, eins og í fyrstu var ætlunin.