07.09.1942
Efri deild: 24. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (446)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. (Ólafur Thors):

Það er heppilegra að hafa allt skjalfest, þegar á milli ber við þessa hv. þm., enda vill svo vel til, að það er það. Í nótunni frá Framsfl. er eina leiðin, sem vakin er athygli á, einmitt þessi leið. Og ég skal viðurkenna, að það hafði ekki hvað minnst áhrif á mig um að fara þessa leið, að ég vonaði, að með því að fara einu leiðina, sem Framsfl. stakk upp á, gæti ég sameinað þingið.