07.09.1942
Efri deild: 24. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (447)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Brynjólfur Bjarnason:

Það er stutt aths. Það sem ég sagði, var, að ég hefði fyrst heyrt þessa till. af munni hv. þm. Str. Það hefur e. t. v. einhver bent á hana á undan honum, en ég hafði ekki heyrt það. Hann benti á þessa leið í átta manna n., eins og staðfest hefur verið af öðrum nm. Auk þess er líka vakin athygli á þessari leið í nótu, sem kom frá Framsfl. En hvað því viðvíkur, að þm. hafi tekið það fram, að slíkar till. væru ekki bindandi, þá er það rétt, og fulltrúar Framsfl. hafa að sjálfsögðu tekið það vel fram, því að þeir vildu ekki vera með í lausn málsins, eins og kom á daginn.