28.08.1942
Neðri deild: 17. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

24. mál, raforkusjóður

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég hafði kvatt mér hljóðs um þetta mál í gær, en ekki fengið tækifæri til þess að láta skoðun mína í ljós þá, þar sem umr. var slitið, meðan ég gekk í síma. En ég vil ekki, að það fari svo út úr þessari hv. d., að ég segi ekki álit mitt á því. Ég vil lýsa yfir því, að mér finnst frv. þetta vera ákaflega tilgangslítið. Ég tel rafmagnsmál sveitanna ekki leyst fyrr en ríkið tekur allar þær stærri rafveitur, sem nú eru til, eignarnámi, reisi nýjar og miðli síðan rafmagninu frá þeim um allt landið með einu og sama verði. Þetta gat ég ekki látið í ljós í gær fyrir ofríki forseta.