03.09.1942
Neðri deild: 20. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 420 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

24. mál, raforkusjóður

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. — Ég ætla ekki að fara um frv. þetta mörgum orðum, eins og það kemur frá hv. Ed. Þar var bætt inn í 1. gr. þess „.... smærri kaupstöðum“. Við flm. frv. hefðum lagt áherzlu á að fella þetta ákvæði burt aftur, en þar sem orðið er svo áliðið þings, teljum við varhugavert að tefja málið með nýrri brtt. Við munum því greiða frv. atkv., eins og það nú liggur fyrir, þótt við séum óánægðir með breyt. þá, er það varð fyrir í hv. Ed. Við teljum, að kaupstaðirnir geti orðið fyrri til að nota sér fjárveitingar úr sjóðnum, svo að öllu minna verði eftir handa sveitunum. Og ekki er heldur vitað, hverjir þessir smærri kaupstaðir eru, sennilega þó ekki Rvík, Akureyri, Siglufjörður og Ísafjörður.

Í fáum orðum sagt, þá er ég mjög óánægður með þessa breyt., en álít, að ný brtt. tefji málið um of.