12.08.1942
Efri deild: 5. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

30. mál, alþýðutryggingar

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég geri ráð fyrir því, að það geti lítill ágreiningur orðið um þessa lagasetningu. Hún er bein afleiðing af þeim breyt., sem gerðar voru á skattal. á síðasta þingi.

Í rauninni þyrfti málið ekki að fara til n., en þar sem það ætti ekki að þurfa að tefja málið neitt, legg ég til, að því verði að lokinni umr. vísað til hv. allshn.