10.08.1942
Neðri deild: 4. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í C-deild Alþingistíðinda. (709)

10. mál, laun embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Flm. (Sigfús Sigurhjartarson) :

Herra forseti. — Frv. það, sem hér liggur fyrir til umr., fer fram á allverulega grunnkaupshækkun til handa embættismönnum og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Svo er ráð fyrir gert samkvæmt frv., að á 6 þús. kr. laun komi 30% hækkun, en 15% á það, sem þar er fram yfir. Ekki skal þó greiða neina hækkun á þann hluta launanna, sem fer fram yfir 9 þús. kr. grunnlaun á ári. Það munu ekki vera skiptar skoðanir um það meðal þm., að á því sé knýjandi nauðsyn, að bætt verði kjör opinberra starfsmanna og embættismanna ríkisins. En ef einhver efi skyldi vera um þetta í hugum einhverra hv. þm., þá held ég, að hann mundi hverfa, ef þeir kynntu sér til hlítar, hvernig launakjör þessara manna eru. Ég hef fengið nokkrar upplýsingar um þetta hjá skrifstofu fjmrn. og einnig hjá fræðslumálaskrifstofunni, og fara þær hér á eftir:

Sýslumenn hafa í byrjunarlaun kr. 4746.00, en hámark kr. 5200.00.

Bæjarfógetar, byrjunarlaun kr. 5000.00, en hámark kr. 5600.00.

Hér er innifalin gamla dýrtíðaruppbótin. Auk þess hafa embættismenn þessir skrifstofufé úr ríkissjóði, svo og nokkrar aukatekjur. Loks fá þeir verðlagsuppbætur eftir almennum reglum. Á s. l. ári var þeim greidd sérstök uppbót, kr. 2000.00 hverjum, og skilst mér, að gert hafi verið ráð fyrir, að svo yrði framvegis.

Læknar hafa að byrjunarlaunum kr. 3125.003500.00, en hámarkslaun eru ýmist kr. 4600.00 eða kr. 4980.00. Læknar í fámennum héruðum fá hámarkslaun frá upphafi. Aukatekjur miklar, svo sem kunnugt er. Héraðslæknum er greidd verðlagsuppbót af kr. 650.00 á mánuði.

Háskólakennarar hafa kr. 8000.00 í hámarkslaun, nema þeir, sem jafnframt eru yfirlæknar við Landsspítalann. Þeir munu alls hafa 11000 kr. Byrjunarlaun prófessora eru kr. 6950.00. Byrjunarlaun dósenta eru kr. 6036.67, en hámarkslaun kr. 9590.00. Hér við bætist verðlagsuppbót eftir almennum reglum.

Prestar hafa allir hámarkslaun frá byrjun, fulla aldurshækkun, kr. 3500.00 auk embættiskostnaðar. Nú hefur ríkisstj. ákveðið að greiða prestum verðlagsuppbót af kr. 650.00 á mánuði frá 1. jan. s. l. að telja.

Þá koma kennarar.

Skólastjórar í Reykjavík (Miðbæjarskólinn,

Byrjunarlaun

Hámarkslaun

Austurbæjarskólinn)

kr. „

kr. 5000.00

Kennarar í Rvík (91/2 mán.)

— 2968.00

— 3892.51

Skólastjórar í öðrum kaupstöðum

— „

— 4950.00

Kennarar sömu skóla (91/2 mán.).

— 2968.76

— 4092.19

Skólastjórar utan kaupstaða (9 mán.)

— 3000.00

— 3625.00

(8 mán.)

- 2666.67

— 3291.67

Kennarar utan kaupstaða (9 mán.)

— 2437.50

— 30fi2.50

— — — (8 mán.)

— 2166.67

— 2791.67

Farkennarar í 6 mán.

— 1125.00

— 1500.00

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara lengra út í þetta, — ég hygg, að það sé hv. þm. nokkuð kunnugt, að launakjörum þessara manna er þannig háttað, að við það verður ekki unað. Margir af starfsmönnum hins opinbera hafa orðið að taka að sér ýmiss konar aukastörf til þess að geta séð sér sæmilega farborða og staðið straum af námsskuldum, og hafa þó þessi aukastörf oft verið unnin á kostnað aðalstarfsins, og má hver maður sjá, hver háski getur af því stafað fyrir hið opinbera. Flestar stéttir þjóðfélagsins geta nú bætt kjör sín með frjálsum samtökum, en embættismenn ríkisins hafa hér aftur á móti orðið útundan með það að fá kjör sín bætt, þar sem þeir hafa átt það undir náð þings og stj. Ef ekki verður bráðlega úr þessu bætt, vofir sú hætta yfir, að opinberir starfsmenn hverfi úr stöðum sínum og til annarrar vinnu, sem betur er launuð. Það er þegar farið að brydda á því, að fólk í opinberri þjónustu sé farið að segja upp störfum sínum. Það má því ekki dragast lengur, að á þessu fáist lagfæring.

Ég vil að endingu leggja áherzlu á það, að Alþ. fari ekki að veita eins konar aukadýrtíðaruppbót á laun starfsmanna sinna, heldur verði grunnlaunin hækkuð. Ég veit að vísu, að það hefur verið sagt, að til stæði, að endurskoðuð yrðu öll launalögin, það hefur meira að segja verið skipuð mþn. í því skyni, og hún hefur birt till. sínar, en frekar hefur ekki verið við því máli hreyft. Alþ. ber því að samþ. grunnlaunahækkun þá, sem þetta frv. gerir ráð fyrir. Það er að vísu ekki hægt að segja um það, hve mikil útgjöld þessi 30% hækkun mundi þýða fyrir ríkissjóð, en ég ætla, að það sé ekki óvarlegt að áætla, að hún yrði 5 millj. kr., og þá mundi grunnlaunahækkunin nema 1½ millj. kr. Þar við bætist svo dýrtíðaruppbót, eins og hún kann að verða á hverjum tíma.

Það kann vel að vera, að einhverjum hv. þm. þyki þetta verulegar upphæðir, en ég verð að segja það, að þegar litið er á heildarafkomu þjóðfélagsins, þá er hér ekki um háar upphæðir að ræða. Ég hef engu frekar við þetta að bæta. Ég vil aðeins óska eftir því, að frv. verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og fjhn.