28.08.1942
Sameinað þing: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í B-deild Alþingistíðinda. (760)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sigurður Kristjánsson:

Ég vil bæta nokkrum orðum við þessi tilmæli, sem hér hafa komið fram. Ég á eina till. til þál., sem hefur verið flutt á tveimur þingum í röð. Hún hefur verið á dagskrá á tveimur fundum, en í bæði skiptin tekin af dagskrá. Líklega hefði hún þó verið samþ., ef tími hefði unnizt til. Till. er þess efnis, að aðalatvinnuvegur landsins á mikið undir því, að hún verði samþ. Það eru því tilmæli mín, að hæstv. forseti taki hana á dagskrá á næsta fundi, og vona ég, að hún verði samþ. nú á þessu þingi, svo að ekki líti svo út, ef hún dagar uppi á tveimur þingum í röð, að hún sæti óvild hér á hv. Alþ.