28.08.1942
Sameinað þing: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í B-deild Alþingistíðinda. (761)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (GSv) :

Ég hef áður tekið á dagskrá mikinn fjölda mála, til þess að hv. þm. sæju, hvílíkur geysifjöldi mála væri fram kominn, hálfur þriðji tugur. Hv. þm. Snæf. hefur verið heppinn, því að tvö mál frá honum hafa verið afgr., en aftur á móti eru margir hv. þm., sem ekki hafa fengið afgreiðslu á málum sínum, þar á meðal ég, sem á nokkur mál hér í Sþ. Ég vona, að hv. þm. skilji, að málin, sem voru á dagskrá í dag, eru borin fram af sameiginlegum áhuga þingflokkanna og hljóta þess vegna að hafa forgangsrétt. Enn fremur munu hv. þm. geta sagt sér sjálfur, að lítill hluti allra þeirra mála, sem fyrir liggja verði afgr. á þessu þingi, sem ekki er einu sinni fjárlagaþing.

Eftir þennan fund verður tekin fyrir mikil dagskrá, en fyrst á þeirri dagskrá verða tvö mál, sem voru á dagskrá í dag, af því að þau þarf að afgreiða fyrst og fremst.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta.