28.08.1942
Sameinað þing: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (822)

Þingfylgi ríkisstjórnarinnar

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Ég held, að það þýði ekki að vera að tala miklu meira um þetta. Ég harma það, er Framsfl. fær óorð af að styðja þessa stj., og þó meira, ef þessi stj. skyldi fá óorð af að vera studd af Framsfl. Annars er ekkert um þetta að segja, nema Alþ. segi um það á þingræðislegan hátt, hvort það hefur upp á aðra betri stj. að bjóða. Sjálfstfl. telur, að eins og málum Íslendinga er nú komið, fari vel á því, að sem víðtækast samstarf sé um lausn vandamálanna, bæði innanríkis- og utanríkismál. Þessu lýsti Sjálfstfl. yfir, þegar hann tók við völdum, og lítur sömu augum á það enn.