20.08.1942
Sameinað þing: 6. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í D-deild Alþingistíðinda. (854)

2. mál, söluverð á síldarmjöli til fóðurbætis

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. — Við munum það, að á s. l. ári var verð á síldarmjöli ákveðið 32 kr. hver 100 kg, en það verð gilti til 1. sept., síðan hækkaði mjölið. Nú í ár verða menn að kaupa mikið síldarmjöl, en hins vegar hafa menn mjög takmarkað húsrúm, og það er útilokað, að menn geti náð öllu því síldarmjöli, sem þeir þurfa, fyrir 1. sept. Ég hef pantað mikið síldarmjöl fyrir það kaupfélag, sem ég veiti forstöðu, en hins vegar veit ég, að það er mjög takmarkað húsrúm og því ekki hægt að taka á móti öllu þessu mjöli fyrir 1. sept. Það er ekki í þessari till. tekið fram, til hve langs tíma þetta verð skuli gilda, en ég ætlast til þess, að það verði ekki eins þröngur stakkur skorinn í þessu efni eins og á s. l. hausti og mönnum verði gefinn kostur á því að fá mjölið með lága verðinu yfir ,lengri tíma heldur en á s. l. hausti.