09.09.1942
Sameinað þing: 19. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í B-deild Alþingistíðinda. (875)

Þinglausnir og þingrof

forseti (GSv) :

Þingið hefur staðið í 37 daga og alls verið haldnir 70 þingfundir. Borin voru fram 9 stjórnarfrumvörp og 16 þingmannafrumvörp, alls 25.

Alls voru afgreidd 10 lög, þar af 4 þingmannafrumvörp, auk þess stjórnarskrárfrumvarp, sem lagt verður fyrir næsta þing. 14 frumvörp voru ekki útrædd, þar af 2 stjórnarfrumvörp.

53 þáltill. voru fram bornar og af þeim 22 afgr. til ríkisstjórnarinnar. Einni þáltill. var vísað til stjórnarinnar, en 30 döguðu uppi. Þrjár fyrirspurnir komu fram, en voru ekki ræddar. — Alls hafði þingið 81 mál til meðferðar.