27.08.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í D-deild Alþingistíðinda. (903)

66. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég skal svara þeirri fyrirspurn, sem hv. þm. V.-Húnv. beindi til mín. Það er rétt, sem hann sagði um þetta efni. Það var, áður en stjórnarskiptin urðu síðast, samþ. í ríkisstj., eftir eindregnum tilmælum landlæknis, að læknum yrði greidd verðlagsuppbót eins og þeir hefðu 650 kr. mánaðarlaun, í stað þess að breyta launum þeirra á gjaldskrá þeirra. Þetta hélt ég, að hefði verið á vitorði hv. þm. á síðasta þingi, en vel má vera, að það hafi ekki verið það almennt. Síðan þótti ekki stætt á því að gera þennan mun á prestum og læknum, svo að prestar hafa nú hlotið sams konar uppbót.