27.08.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í D-deild Alþingistíðinda. (910)

66. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Forseti (GSv) :

Ég vil biðja hv. þm. að gæta að því, að brtt. geta komizt að við síðari umr., og vænti ég, að þær bíði þangað til.

Svo er mál vaxið, eins og segir í grg. á þskj. 103, að þetta mál er komið frá fjhn. beggja d., og er, að því er virðist, engin misklíð í n., en þegar svo er farið um mál, er óþarfi að láta það fara til fjvn. Milli umr. mætti athuga það, án þess að því sé formlega vísað til n. Komi hins vegar fram krafa um að vísa því til n., mun það verða borið undir atkv.