01.09.1942
Sameinað þing: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (966)

8. mál, úthlutun bifreiða

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson) :

Ég mun haga mér í samræmi við tilmæli hv. forseta og stytta mál mitt sem mest, ef það mætti verða til að flýta fyrir afgreiðslu málsins, svo að henni yrði helzt hægt að ljúka á þessum fundi.

N. hefur athugað þær brtt., er komið hafa fram frá hv. minni hl. allshn., og ekki orðið sammála um að samþykkja þær. Á þskj. 108 liggja nú fyrir þær brtt., er meiri hl. n. ber fram, þar sem lagt er til að kjósa einnig varamenn og að starfstími nefndarinnar verði tvö ár, enn fremur að 2/3 hlutar úthlutaðra fólksbifreiða fari til íslenzkra atvinnubílstjóra. Að þessum till. standa 5 nm., einn þeirra er hv. 1. landsk. með fyrirvara þeim, að hann vill, að brtt. á þskj. 88 verði samþ. fleiri hl. n. var á einu máli um það, að rétt væri að leita umsagnar samtaka bifreiðastjóra almennt um land allt, án þess að samtökin fengju að tilnefna mann í n., þar sem ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra.

Brtt. hv. minni hl., er frsm. hans hefur gert grein fyrir, hníga í þá átt, að n. semji reglugerð um úthlutunina og nm. verði 5 í stað þriggja, sem hafi í raun og veru ekki úthlutunina á hendi. Meiri hl. gat ekki fallizt á þetta, þar sem hann telur rétt að fela þriggja manna n. úthlutunina, og taki hún tillit til atvinnuveganna og allra landshluta og setji hér fastar reglur að fara eftir.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta, en vænti þess, að till. meiri hl. verði samþykktar.