01.09.1942
Sameinað þing: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í D-deild Alþingistíðinda. (983)

17. mál, neyzluvatnsskortur kauptúna

Forseti (GSv) :

Ég vil beina athygli hv. þm. að því, að ekki hefur komið fram till. um að vísa málinu til n., og flm. hefur ekki talið þess þörf. Enda þótt ákvarðaðar hafi verið tvær umr. um till. með það fyrir augum, að nokkur kostnaður gæti af henni hlotizt, þá sé ég ekki, að til þess þurfi að koma að ráði, því að sá aðili, sem tæki við till. síðar, gæti þá hagað sér eftir því. Ef til vil1 yrðu þær minni, ef ekki kemur beint till. frá fjvn., að Alþ. fái heimild fyrir sérstökum kostnaði. En við það verður að hlíta. Ég mun ekki telja þörf að vísa till. til n., nema bein ósk eða krafa komi fram um það.