14.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (1)

Ríkisstjóri setur þingið

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til alþingishússins, fundarsals neðri deildar. Þessir þingmenn voru til þings komnir:

1. Áki Jakobsson, þm. Siglf.

2. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V.-Ísf.

3. Barði Guðmundsson, 5. landsk. þm.

4. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

5. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr.

6. Bjarni Benediktsson, 6. þm. Reykv.

7. Brynjólfur Bjarnason, 5. þm. Reykv.

8. Einar Olgeirsson, 2. þm. Reykv.

9. Eiríkur Einarsson, 2. þm. Árn.

10. Emil Jónsson, þm. Hafnf.

11. Eysteinn Jónsson, 2. þm. 5.–M.

12. Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

13. Garðar Þorsteinsson, 2. þm. Eyf.

14. Gísli Guðmundsson, þm. N.--Þ.

15. Gísli Jónsson, þm. Barð.

16. Gísli Sveinsson, 10. landsk. þm.

17. Guðmundur Í. Guðmundsson, 9. landsk. þm.

18. Gunnar Thoroddsen, þm. Snæf.

19. Haraldur Guðmundsson, 3. landsk. þm.

20. Hermann Jónasson, þm. Str.

21. Ingólfur Jónsson, 2. þm. Rang.

22. Jakob Möller, 3. þm. Reykv.

23. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

24. Jón Pálmason, þm. A.- Húnv.

25. Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf.

26. Jónas Jónsson, þm. S.– Þ.

27. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.

28. Kristinn E. Andrésson, 7. landsk. þm.

29. Lárus Jóhannesson, þm. Seyðf.

30. Lúðvík Jósefsson, 6. landsk. þm.

31. Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.

32. Ólafur Thors, þm. G.–K.

33. Páll Zóphóníasson, 2. þm. N.--M.

34. Páll Þorsteinsson, þm. A.–Sk.

35. Pétur Magnússon, 8. landsk. þm.

36. Pétur Ottesen, þm. Borgf.

37. Sigfús Sigurhjartarson, 8. þm. Reykv.

38. Sigurður Bjarnason, þm. N.-Ísf.

39. Sigurður Guðnason, 1. landsk. þm.

40. Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.

41. Sigurður Kristjánsson, 7. þm. Reykv.

42. Sigurður Thoroddsen, 11. landsk. þm.

43. Sigurður Þórðarson, 1. þm. Skagf.

44. Skúli Guðmundsson, þm. V.-Húnv.

45. Stefán Jóh. Stefánsson, 4. þm. Reykv.

46. Steingrímur Aðalsteinsson, 4. landsk. þm.

47. Sveinbjörn Högnason, þm. V.-Sk.

48. Þorsteinn Þorsteinsson, þm. Dal.

49. Þórður Benediktsson, 2. landsk. þm.

Voru framan taldir þingmenn allir á fundi, nema þm. Vestm. og þm. Borgf., sem boðað höfðu veikindaforföll. En ókomnir voru til þings:

1. Helgi Jónasson, 1. þm. Rang.

2. Ingvar Pálmason, 1. þm. S.-M.

3. Páll Hermannsson, 1. þm. N.-M.

Ríkisstjóri setur þingið.

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis, kom ríkisstjóri, Sveinn Björnsson, inn í salinn og gekk til ræðustóls. Las hann upp ríkisstjórabréf, er stefnir Alþingi saman til fundar laugardaginn 14. nóv. 1942, dags. 5. s.m.

Samkvæmt því lýsti ríkisstjóri yfir, að Alþingi væri sett. Síðan flutti hann stutta ræðu og mælti að lokum:

„Ég vil biðja alþingismenn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum sínum.“

Þingmenn risu úr sætum, og forsætisráðherra

(ÓTh) mælti: „Lifi Ísland.“ Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Ríkisstjóri kvaddi nú elzta viðstaddan þingmann, Jakob Möller fjármálaráðherra, til þess að stýra fundi, þar til er kosinn væri forseti sameinaðs þings. Gekk ríkisstjóri síðan út úr salnum.

Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og nefndi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Gunnar Thoroddsen, þm. Snæf., og Skúla Guðmundsson, þm. V.- Húnv.

Með því að nokkrir þingmenn voru ókomnir til þings og aðrir veikir, frestaði aldursforseti fundi og kvaðst mundu boða framhald fundarins með dagskrá.

Þriðjudaginn 17. nóv., kl. 11/2 miðdegis, var fundinum fram haldið. Aldursforseti þingsins, Ingvar Pálmason, sem nú var til þings kominn, stýrði fundinum. Enn var ókominn til þings 1. þm. N.-M., og auk hans voru fjarstaddir vegna veikinda 8. landsk. þm., þm. Vestm., þm. Borgf. og 2. landsk. þm.