12.04.1943
Efri deild: 97. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (1002)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Það vakti alls ekki fyrir mér að hindra, að málið færi til n. En eins og ég tók fram, er gert ráð fyrir, að á morgun verði síðustu umr. þingsins. Hæstv. forsrh. óskar eftir, að þingslit verði annað kvöld, ef unnt verður. Þeim verður að útvarpa, svo að þau geta helzt ekki orðið síðar en um kl. 10. Tíminn er naumur, en ég geri að till. minni, að málið fari til n., og deildarinnar er að fá úr því skorið.