13.04.1943
Efri deild: 98. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (1019)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jónas Jónsson:

Ég vildi segja fáein orð við þessa umr. út af þessu máli, sem í rauninni hefur verið aðalmál þingsins í allan vetur. Það munu vera liðnir 5 mánuðir, síðan þingið tók til starfa, og þingvinnan hefur að mestu snúizt um þetta mál, hvort hægt væri að stöðva dýrtíðina og hvernig ætti að gera það. Hin hliðin á þessu máli var stjórnarmyndunarmálið, en það er öllum ljóst, hvernið það gekk. Fyrst eyddust í það margar víkur að reyna að mynda 4 flokka stjórn, síðan voru reyndar aðrar samstæður, og þegar enginn árangur fékkst heldur af þeim tilraunum, þá var það, að ríkisstjóri fól 5 utanþingsmönnum að fara með stjórnarforustuna. Þá munu það hafa verið kommúnistar, sem töldu það, að þeir gætu sem oddaflokkur komið á nýrri stj. með tveim öðrum flokkum, Alþfl. og Framsil. Umræður um slíka stjórnarmyndun hafa síðan staðið yfir fram undir þetta, en ekki hefur kommúnistum tekizt að gera neina framkvæmd úr þessum draum sínum.

Nú eru sem sagt farnir 5 mánuðir í þetta, og hér er komið frv., sem búizt er við, að verði samþ. í d. Frv. er um þessi efni sama sem einskis: virði, ef það ekki gerir skaða. Þessi er þá niðurstaðan af hinu langa þinghaldi. Það er auðséð, að það er óþekktur sjúkdómur í okkar pólitíska lífi. Það hafa verið gerðar ýmsar tilraunir, sem hefðu borið árangur á venjulegum tímum.

Það er einkum tvennt, sem hefur einkennt okkar pólitíska ástand í vetur. Annars vegar er það, sem kalla mætti almennan ofmetnað þjóðarinnar allrar. Þetta nær ekki aðeins til þeirra, sem eru í tölu stríðsgróðamanna, heldur einnig til alls konar fólks, sem áður var fátækt, en veður nú í peningum og lætur það hafa áhrif á sig. Menn hafa í öllum stéttum lifað eins og kalífinn einn dag. Þetta er annar þátturinn. Hinn þátturinn er það, að inn í þingið hafa komizt 10 kommúnistar, en í enska þinginu er 1 og stundum enginn, í Bandaríkjunum enginn, í Danmörku voru 2–5 fyrir stríð, í Svíþjóð hafa þeir ekkert fylgi. Þessir menn vilja gjörbreyta því þjóðskipulagi, sem við búum við, en þetta virðast menn ekki enn hafa skilið, því að mikið af vinnu hinna flokkanna hefur gengið í það að tala við þetta fólk eins og þeir væru lýðræðismenn. Þessir menn hafa viljað rífa niður allt það, sem þm. hinna flokkanna hafa verið að byggja upp. Ég vona, að alþm., hv. stj. og kjósendurnir hafi séð af þessu, hvað að er.—

Ríkisstj., sem nú situr, tók við, með því að ríkisstjóri sá, að hér varð að vera einhver framkvæmastjórn. Hún hefur margt gert vel, en einstaka hluti illa. Hún reyndi að fá þingið og þjóðina til þess að lækka dýrtíðina. En stj. skildi það ekki, að það er ekki hægt fyrir neina stj. að framkvæma það, sem þjóðin vill ekki sjálf nema þá með einræði. Nú eftir 5 mánuði liggur við borð hjá okkur að samþ. l., sem eru alls ekki þess megnug að leysa dýrtíðina. En við því er ekkert að segja, úr því sem komið er. Stjórnin hefur haldið sæmilega í horfinu, henni tókst að stöðva dýrtíðina og koma henni nokkuð niður með fjárframlögum úr ríkissj. — En þjóðin sjálf vill ekkert á sig leggja til þess að lækka dýrtíðina, menn finna enga löngun hjá sér til þess. Stríðsgróðamennirnir hafa enga löngun til þess að lækka dýrtíðina, togararnir selja vel, þessir menn græða mikið fé, verkamenn hafa aldrei haft meiri tekjur en nú, og sem stendur geta bændur með því verði, sem á afurðunum er, haldið nokkurn veginn í horfinu. En það er höfuðgalli þessa frv., að í því eru möguleikar til þess, að aðstaða bænda verði gerð miklu verri en hún er nú. Það hefur komið upp úr þessum umsvifum öllum. — Þess vegna er það eins og hæstv. fjmrh. sagði, áður en hann tók sæti í stj., að það eru tvær leiðir til í dýrtíðarmálunum. Önnur er sú að beita skynseminni, hin er, að neyðin komi. Nú hefur hæstv. fjmrh. og alþm. séð það, að það er ekki hægt að nota skynsemina, og þess vegna hefur svo litið gerzt í þessum efnum. En þá er hin leiðin, að láta neyðina koma. — Það virðist einsýnt að markaður fyrir útflutningsvöruna muni stórlega þrengjast, áður en langt líður. Það er vitanlegt, að vilji enginn fórna neinu til þess að lækka dýrtíðina, þá kemur neyðin til sögunnar. — Ég álít, að það mundi ekki vera til bóta að skipta um stjórn. Ef núverandi stj. segði af sér, yrði ríkisstjóri að setja aðra stj. svipaða. Einhverjir utanþingsmenn yrðu kvaddir til þess að fara með stjórn landsins, og ég álit, að það væri aðeins til leiðinda fyrir alla og jafnvel til skaða að skipta um stj. aðeins til að skipta. — Það virðist því vera ljóst, að þingið getur ekki leyst vandann, og þó er þingið ekki lakara en kjósendurnir. Það er ekkert, sem knýr þjóðina til þess að klifra niður stiga dýrtíðarinnar. Við viljum láta ýta okkur niður stigann.

Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta mál sérstaklega.

Ég geri mér engar vonir um neitt gagn af því; kannske verður það ekki heldur til spillis. Ég álit, að sem fyrst eigi að slita þessu þingi og næsta þing eigi að standa sem stytzt í bili, svo eigi að koma þing saman í haust. Og þá sjáum við, hvort menn vilja taka skynsemina upp úr malpokanum eða hvort menn vilja bíða eftir neyðinni.