04.01.1943
Sameinað þing: 12. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (104)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Fyrirspurn hv. 2. þm. S.-M. kom mér á óvart, þó að ríkisstj. mætti að sjálfsögðu vænta þess að verða krafin um skýrslu um gerðir sínar fyrir nýár. En af því að stj. vissi ekki um þetta fyrirfram, bjó hún sig ekki út með nákvæm gögn. Hæstv. atvmrh., sem a.m.k. fyrri liðurinn heyrir undir, gat ekki tímans vegna sótt þennan þingfund, og þykir mér því vænt um að heyra, að hv. fyrirspyrjanda þykir eðlilegt, að ríkisstj. taki sér frest til svara. Upplýsingarnar verða fyrir hendi á morgun, og ef ég hefði vitað um fyrirspurnina, hefði ég getað svarað fyrri liðnum með t.d. 10 mínútna fyrirvara.