13.04.1943
Efri deild: 99. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 811 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Ingvar Pálmason:

Herra forseti. — Það verður nú ekki langt mál, sem ég hef hér að flytja. Eins og hv. 8. landsk. (PM) tók fram, þá er sá einn munur á brtt. meiri hl. og minni hl. fjhn., að í brtt. frá minni hl. er visst hámark, en í brtt. meiri hl. er hámarki öllu sleppt. Ég tel, að það sé ekki rétt, á þessu stigi sem við erum nú, að því er snertir ráðstöfun á þessu fé, sem hér er átt við, - ég á við nýbyggingarsjóðina, — að hafa þetta ákvæði ótakmarkað. Hins vegar má vera, að í brtt. hv. minni hl. fjhn. sé hámarkið sett full lágt. Og ég mun því leyfa mér að bera hér fram brtt. við brtt. á þskj. 749 þess efnis, að í staðinn fyrir 200 þús. kr. komi 300 þús. kr. Og úr því að þessi brtt. kemur fyrr til atkv. en brtt. frá meiri hl. fjhn., vil ég afhenda hæstv. forseta þessa brtt. mína og óska, að hún verði borin upp við þessa brtt. hv. minni hl. fjhn.