25.01.1943
Neðri deild: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Eysteinn Jónsson:

Það er aðeins örstutt, sem ég vil taka fram út af svari hæstv. atvmrh.

Ég geri ráð fyrir viðkomandi heimildunum, að þær séu fyrir hendi og að þær verði notaðar, verði athugað á sínum tíma, og að það sé ekki mikið atriði á þessu stigi málsins. Þó hygg ég, að mér sé óhætt að segja, að Alþ. hafi gert ráð fyrir, að fé til þess að greiða þau útgjöld, sem þál. gerðu ráð fyrir, þ.e.a.s. þessar fyrri, þál. um verðuppbót á útflutningsafurðum fyrir árið 1941, og síðan þál. um síldarmjölið, gæti ekki komið annars staðar frá en úr þeim sjóði, sem átti að safna í samkv. dýrtíðarl.

En út af smjörverðinu vil ég segja þetta. Ég hygg, að ríkisstj. hafi ábyrgzt bændum, að þeir fái jafnmikið fyrir smjör sitt og áður þrátt fyrir verðlækkunina, sem mig minnir, að sé 6 kr. á hvert kg. Ég geri ráð fyrir, að innanlandsframleiðslan á smjör í sé um 262 smálestir og fari heldur vaxandi. Og ef ríkissjóður tekur á sig þessa verðlækkun, verður það ekki undir 11/2 millj. kr. brúttó, sem ábyrgzt hefur verið. Það er þess vegna ekkert litið atriði, hvernig gengur að fá smjör frá Ameríku.

Vil ég því spyrja hæstv. ráðh., hvor t hann vilji lofa mönnum að heyra um horfur á þessum smjörkaupum, hvort gera má ráð fyrir, að erfitt sé að fá smjör fyrir vestan eða hvort hann heldur að það geti gengið nokkurn veginn hindrunarlaust, eins og þyrfti til þess að vega upp þennan halla. Annars skilst mér, ef hægt er að gera ráð fyrir, að hagnaður verði á hverju kg. smjörs, sem inn er flutt, jafnmikill því, sem smjör er lækkað hér í verði, að þá þýði það það, að það sé 12 kr. verðmunur á útlenda smjörinu, miðað við það, sem það raunverulega muni kosta okkur, og því, sem hér er gert ráð fyrir um smjörverð til bænda.

En það er aðeins um horfurnar á því að geta aflað útlends smjörs, sem ég vil fá upplýsingar um. Ég veit ekkert um þær, en hef heyrt, að erfiðleikar séu kannske á því.