17.12.1942
Efri deild: 17. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í B-deild Alþingistíðinda. (1117)

11. mál, laun embættismanna

Ingvar Pálmason:

Ég bjóst við, þar sem ekki voru umr. um málið við l. umr., að hæstv. forseti mundi gera till. um, að þessu máli yrði vísað til n. Þó að segja megi, að þetta sé ekki stórmál, þá sé ég ekki ástæðu til, að það fái ekki venjulega þinglega meðferð í þinginu. Ég sé ekki heldur, að því liggi það mikið á, að svo þurfi að vera. Ég stóð því upp til þess að leggja til, að þessu máli yrði við þessa umr. vísað til hv. landbn. og það tekið af dagskrá.