17.12.1942
Efri deild: 18. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

11. mál, laun embættismanna

Páll Hermannsson:

Ég hefði gjarnan viljað fá frest til íhugunar á þessu frv. um breyt. á launalögum, sem nú er 2. mál á dagskrá, því að ég býst við, að ég beri fram við það brtt., ef nokkur tök verða á, og sama veit ég, að fleiri hv. þdm. hafa í huga. Með því að mér þykir leitt að neita um afbrigði, vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann fresti afgreiðslu málsins til morguns.