26.01.1943
Neðri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 855 í B-deild Alþingistíðinda. (1192)

112. mál, happdrætti

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. —- Af því að frsm., hv. þm. V.- Ísf. (ÁÁ), er ekki hér, ætla ég að gera grein fyrir því, að fjhn. hefur athugað þetta frv. og leggur til, að það verði samþ. með lítils háttar breyt.

Frv. er um það, að framvegis verði verð happdrættismiðanna ákveðið af fjmrh. fyrir eitt ár í senn, samkvæmt till. happdrættisstj. og að fengnum till. happdrættisráðs. Í grg., sem fylgir frv., eins og það kom frá hv. Ed., er skýrt frá því, hvaða ástæður liggi til þess, að fram á þetta er farið. Kemur þar fram, að gert er ráð fyrir að hækka verð happdrættismiðanna fra því, sem nú er. En stjórn happdrættisins telur, að þess sé þörf, til þess að háskólinn fái meiri tekjur en hann mundi fá af happdrættinu, ef verð miðanna væri óbreytt.

Fjhn. getur á þetta fallizt fyrir sitt leyti, en vill gera nokkra breyt. á a-lið 1. gr., þannig að í staðinn fyrir, að í frv. er ákveðið, að iðgjaldið fyrir hvern hlut ákveði fjmrh. samkvæmt till. happdrættisstj. og að fengnum till. happdrættisráðs, fyrir eitt ár í senn, komi: „Iðgjald fyrir hvern hlut ákveður fjármálaráðherra. að fengnum tillögum happdrættisráðs og happdrættisstj. háskólans.“ Þannig er lagt til með brtt. fjhn., að úrslitavaldið um þessa verðákvörðun sé hjá fjmrh., en happdrættisstj. og happdrættisráð skuli gera till. til hans um verð miðanna ár hvert. Er þessi brtt. fjhn. í nál. á þskj. 267.