05.01.1943
Neðri deild: 25. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

83. mál, skógrækt

Páll Zóphóníasson:

Þetta mál er flutt af n. og fer ekki til n. Ég vil því ekki láta það fara svo héðan frá þessari umr., að ég geti ekki breyt., sem mér finnst þurfa að gera. Ég er málinu fylgjandi, en kann illa við, að það sé sett sem skilyrði, að sérstakri n. í þinginu sé send kostnaðarskýrsla um þessar framkvæmdir. Það á ekki að senda þessa skýrslu til n. Það á að senda hana til Alþingis. Því hefur skotið upp hér í þinginu áður, að það eigi að vera með fjárveitingar á bak við Alþingi og þetta og þetta ætti að senda til n., en ekki til þingsins sjálfs. Ég vil benda n. á þetta og að setja Alþingi fyrir fjvn.